Um Sagnfræðistofnun

Sjálfstæð rannsóknarstofnun í sagnfræði

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands var stofnuð árið 1971. Hún er faglega sjálfstæð rannsóknarstofnun innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. 

Stofnunin annast grunnrannsóknir í sagnfræði, hagnýtri menningarmiðlun og fornleifafræði. Hún leitast við að efla tengsl rannsókna og kennslu og veita rannsóknanemum þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum.

Sagnfræðistofnun gengst fyrir ráðstefnum, námskeiðum, málstofum, fyrirlestrum og hvers konar annarri starfsemi sem stutt gæti rannsóknir og kennslu á fræðasviðinu og eflt tengsl við alþjóðlegt háskólasamfélag og íslenskt þjóðlíf. Einnig annast stofnunin þjónusturannsóknir fyrir opinbera aðila eða einkaaðila.

Stofnunin heldur úti vefsetrinu Söguslóðum, þar sem er að finna fréttir af fundum, málþingum, ráðstefnum og sýningum sem tengjast sagnfræði á Íslandi, og gefur út bækur um íslenska sögu og sagnfræði.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is