Rannsóknir

Ein af frumskyldum Sagnfræðistofnunar er að stuðla að rannsóknum í sagnfræði, menningarmiðlun og fornleifafræði. Þar vega þyngst rannsóknir fastráðinna kennara innan námsbrauta í sagnfræði, menningarmiðlun og fornleifafræði, ásamt rannsóknum styrkþega stofnunarinnar.

Misjafnt er hve viðamikil rannsóknarverkefni eru, sumir fræðimenn sinna rannsóknum sínum að mestu einir en aðrir vinna í stærri hópum.  Einnig taka fræðimenn innan stofnunarinnar þátt í ýmsum norrænum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum.

Gestafræðimenn, ekki síst nýdoktorarar, geta samið við stofnunina um að vinna að rannsóknarverkefnum sínum undir hennar merkjum. Stofnunin hefur aðstöðu fyrir gesti sína á skrifstofu í Árnagarði og einnig á hún aðild að sameiginlegu rými Hugvísindastofnunar í Gimli.

Ársskýrslur Sagnfræðistofnunar 

Í ársskýrslu Sagnfræðistofnunar má fræðast um rannsóknir kennara, málþing, ráðstefnur og fundi. Hér má nálgast ársskýrslur stofnunarinnar

Rannsóknir kennara í sagnfræði og fornleifafræði (sjá feril-/ritaskrá).

Prófessorar emeriti – Professors emeriti

Doktorsnemar - Doctoral students

Fornleifafræði - Archaeology

Sagnfræði - History

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is