Útgáfa

Á vegum Sagnfræðistofnunar koma út þrjár ritraðir um sagnfræðileg efni. Auk þess gefur stofnunin út stakar bækur utan ritraða.

Dreifing er í höndum Háskólaútgáfunnar en ritin eru seld hjá Sögufélagi, Skeifunni 3b, og í öllum helstu bókabúðum.

Sagnfræðirannsóknir - Studia historica er röð fræðirita sem Sagnfræðistofnun hefur gefið út síðan 1972, nú síðast í samvinnu við Háskólaútgáfuna. Ritstjóri er Helgi Þorláksson.

Ritsafn Sagnfræðistofnunar hefur komið út síðan 1979. Ritstjóri er Guðmundur Jónsson.

Heimildasafn Sagnfræðistofnunar hefur það að markmiði að gefa út ritheimildir af ýmsum toga um íslenska sögu, t.d. bréf, dagbækur, sjálfsævisögur, dómasöfn og annað sem varpað getur ljósi á viðhorf manna til samtíma síns. Ritstjóri er Anna Agnarsdóttir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is