Viðburðir

Sagnfræðistofnun stendur fyrir ráðstefnum, málþingum og fyrirlestrum á fagsviði sínu.

Árlega er haldinn minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar. Sú hefð hefur skapast að bjóða erlendum fyrirlesara til landsins og á undanförnum árum hafa þeir komið víða að og fjallað um sagnfræði frá ýmsum sjónarhornum.

Viðburðir á vegum Sagnfræðistofnunar eru kynntir í viðburðadagatali hér á síðunni og á vefsíðu Hugvísindasviðs (www.hug.hi.is).

Forseti Íslands: Hverskonar embætti er þetta?

Fyrirlestraröð um forsetaembættið í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og Lagastofnun. Sjá nánar.

Greining og túlkun fræðimanna á hungursneyðum liðinna alda

Eric Vanhaute, prófessor í hagsögu og heimssögu við háskólann í Ghent í Belgíu, flutti fyrirlestur um hungursneyðir í heiminum á liðnum öldum og hvernig viðhorf fræðimanna hafa breyst í greiningu og túlkun á þeim. Sjá nánar.

40 ár frá lokasigri

Hinn 1. júní 1976 vannst lokasigur í baráttu Íslendinga fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Bresk stjórnvöld viðurkenndu 200 mílna lögsögu umhverfis Ísland. Af þessu tilefni boðaði Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands til málþings um landhelgismál og þorskastríð, réttum fjörutíu árum eftir hin miklu tímamót. Sjá nánar.

Armenska þjóðin og þjóðarmorð

Narek Mkrtchyan og Tigran Yepremyan frá ríkisháskólanum í Yerevan fluttu fyrirlestra undir yfirskriftinni „The Armenian Nation and Genocide“. Haldið í Lögbergi 23. janúar. Sjá nánar.

Danir á Íslandi

Í tilefni af útkomu bókarinnar Gullfoss. Mødet mellem dansk og islandsk kultur i 1900-tallet. Haldið í fyrirlestrasal Landsbókasafns Íslands í Þjóðarbókhlöðu, 24. september. Sjá nánar.

Minni, frásögn og munnleg saga

Málþing Miðstöðvar munnlegrar sögu og Sagnfræðistofnunar. Haldið í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu, 8. október. Sjá nánar.

Fyrri heimsstyrjöld: Sögutúlkanir og samtímaáhrif 1914-2014

Í tilefni þess að hundrað ár voru liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar var haldið alþjóðlegt málþing föstudaginn 24. október 2014 um sögutúlkanir og samtímaáhrif ófriðarins. Að málþinginu stóð Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við breska sendiráðið og þýska sendiráðið í Reykjavík (sjá dagskrá í viðhengi og upplýsingar um fyrirlesara hér að neðan).

Þar fluttu tveir erlendir fyrirlesar erindi: Christopher Cornelißen, prófessor í samtímasögu við Goethe-háskóla í Frankfurt, beindi sjónum að deilum sagnfræðinga um ábyrgð Þjóðverja á stríðsrekstrinum og Christopher Coker, prófessor í alþjóðasamskiptum við London School of Economics, fjallaði um áhrif ófriðarins og möguleikum á stórveldastríði á okkar tímum. Auk þess fluttu fjórir íslenskir sagnfræðingar erindi á málþinginu. Valur Ingimundarson, prófessor í samtímasögu við HÍ, greindi umfjöllun um stríðið út frá evrópskri sagnaritun og minni. Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við HÍ, gerði að umtalsefni þær breytingar sem urðu á íslensku samfélagi í ófriðnum. Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ, fjallaði um sögulega hagsmuni breskra stjórnvalda á Íslandi á stríðstímum. Loks skoðaði Ólafur Arnar Sveinsson, doktorsnemi í sagnfræði við HÍ, þá orðræðu sem spannst í Norður-Ameríku um stríðsþátttöku hermanna af íslenskum ættum sem gengið höfðu í kanadíska herinn.

Ragnheiður Kristjánsdóttir, lektor í sagnfræði við HÍ, stjórnaði málþinginu.  Það fór fram á ensku og var haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins kl. 13.00–17.00. Sjá dagskrá með því að smella hér.

Tortíming fortíðar

Föstudaginn 8. júní 2012 flutti Geoff Eley, prófessor í samtímasögu við Michigan-háskóla, fyrirlestur sem bar heitið „Tortímining fortíðarinnar: Saga, minni og samtíminn“ [The Erasure of the Past: History, Memory, and the Contemporary]. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands stóð að fyrirlestrinum og var hann haldinn í tengslum við 4. Íslenska söguþingið 2012. Sjá nánar.

Upphaf og endalok stéttarhugtaksins

Laugardaginn 9. júní 2012 flutti Sir David Cannadine, prófessor í sagnfræði við Princeton-háskóla, minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar. Fyrirlesturinn bar heitið „Upphaf og endalok stéttarhugtaksins.“ David Cannadine er meðal þekktustu sagnfræðinga Breta, ekki síst fyrir bækur sínar um breska aðalinn og heimsveldið, en einnig fyrir rannsóknir sínar á stéttahugtakinu og ævisögur sínar. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands stóð að fyrirlestrinum og var hann haldinn í tengslum við 4. Íslenska söguþingið 2012. Sjá nánar.

Frelsi og heimsveldi: Stjórnarskrárgerð á „öld umbyltingar“ 1776–1848

Laugardaginn 9. júní 2012 flutti Linda Colley, prófessor í sagnfræði við Princeton-háskóla, minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar. Fyrirlesturinn bar heitið „Frelsi og heimsveldi: Stjórnarskrárgerð á „öld umbyltingar“ 1776–1848“ [Liberties and Empires: Writing Constitutions in the Ages of Revolutions]. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands stóð að fyrirlestrinum og var hann haldinn í tengslum við 4. Íslenska söguþingið 2012. Sjá nánar.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is